25 janúar 2009

Í draumheimi.

Er raunveruleikinn draumur og draumurinn veruleiki?
Ég velti því fyrir mér. Raunveruleikinn er svo óraunverulegur.
Rithöfundi í heiðurslaunaflokki er gerð grein fyrir því að hann hafi ekki málfrelsi af því að hann þyggi listamannalaun.
Stjórnmálin í rusli, þjóðin eflist í mótmælum og maður veit aldrei hvaða fréttir berast að morgni þegar maður leggst á koddan sinn að kvöldi.
Mitt í þessu ölduróti erum við Maggi lögst í dagdrauma, eins og engin kreppa sé í landinu. Við dveljum í draumheimi.
Látum okkur dreyma um sumarhús á fallegum stað, þar sem grasið grær, sólin skín og fuglarnir syngja.
Ef þið vitið um lítið hús til sölu á svæðinu Aðaldalur, austur um að Höfn í Hornafirði þá megið þið láta mig vita.

|