01 febrúar 2009

Heilög Jóhanna

Ekki veitir okkur af henni núna.
Ég er nú svo sem ekkert yfir mig hrifin af nýju ríkisstjórninni, satt að segja hefur hún á að skipa fólki sem ég hef ekki neina trú á, en ég hef mikla trú á Jóhönnu Sigurðardóttur. Hennar tími er kominn.
Það er vonandi að Jóhönnu dugi 80 dagar til góðra verka eins og Fileas Fogg þegar hann fór umhverfis jörðina á 80 dögum.

|