03 apríl 2009

3. apríl

Ungfrú Klófríður Högnadóttir er fjögurra ára í dag.
Við Maggi fórum í sveitina í gær, í heimsókn út í Brennistaði. Þar sá ég svo yndislega litla kisu sem vantar heimili. Ég átti í mikilli innri baráttu því mig langaði svo að taka hana með mér heim. Þetta er yndisleg kisa sem elskar að láta klappa sér og knúsa. Hún malaði eins og sögunarmylla í Braslíu.
En þrír kettir er víst nóg á eitt heimili svo litla kisa er áfram á Brennistöðum.
Þetta er búinn að vera góður dagur, ég átti frí úr vinnunni og var að slæpast í þokunni á Egilsstöðum.
Í kvöld fylgdist ég lítillega með kosningasjónvarpinu. Ástþór er svolítið spes með þessar rafrænu lausnir á vanda þjóðarinnar. Ætli flokkurinn hans bjóði fram hér fyrir austan? Ég hef ekki fylgst vel með hvað er í boðið fyrir okkur hér í Norðausturkjördæmi. En vonandi liggur það fyrir á kosningadaginn um hvað er að kjósa í öllum kjördæmum.

|