30 mars 2009

Tilgangur með fréttamyndum.

Ég var að skoða mbl.is.
Þá rakst ég á þessa frétt héðan af Fljótsdalshéraði.
Eins og vonandi einhverjir vita er Fellabær á Fljótsdalshéraði og í fréttinni segir frá því að þakplötur hafi fokið af gróðrastöðinni Barra í vonsku veðri í nótt. Barri er rétt utan við Fellabæ.
Það sem vekur athygli mína er myndin sem fylgir fréttinni. Hún sýnir hús og bíl á kafi í snjó og í myndatexta segir að hún sé frá Grenivík.
Ég verð nú að viðurkenna að ég sé ekki samhengið á milli fréttarinnar og myndarinnar.
Þetta er ekki einu sinni neitt merkileg mynd. Hún nær ekki hughrifum vetrarstormsins sem fjallað er um í fréttinni.
Ég hélt að Mogginn ætti nú merkilegra myndasafn en þetta og gæti fundið myndir sem hæfðu hverri frétt. Hefði svi mér þá trúað því að þar á bæ væru til vetrarmyndir af Fljótsdalshéraði sem hægt væri að birta með fréttum af tilþrifum Veturs konungs á Héraði.

|