Að segja það sem máli skiptir
Alltaf er nú gott að fá mikilvægar upplýsingar.
En ég fatta ekki alveg hvað blaðamaðurinn er að fara í þessari frétt um gróskumikla kannabisræktun:
Skráður eigandi af iðnaðarhúsnæðinu, og annar hinna handteknu, er tuttugu og sex ára gamall karlmaður og er af höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingasíðum á veraldavefnum þá er hann nokkuð metnaðargjarn hundaeigandi og á hunda af tegundinni French Mastiff.
Hvað koma þessir hundar málinu við?