02 mars 2009

Kisurnar í Skógarkoti

Þær eru búnar að vera skemmtilegar í kvöld Klófríður og Kolgríma.
Klófríður gerði sér lítið fyrir og náði í nammidallinn. Með lagni tókst henni að opna hann og stela sér smá nammi. Einstaklega gáfaður köttur.
Kolgríma lætur sér fátt um finnast þótt kveikt sé á sjónvarpinu. En síðasta mánudagskvöld var fjallað um lífið í kálgarðinum þar sem búa alls konar skordýr. Þetta þótti Kolgrímu minni mjög áhugavert og hoppaði upp á skenkinn sem sjónvarpið stendur á og stóð alveg límd við skerminn.
Í kvöld var hún bara að leggja sig inn í herbergi en áðan þegar seinni hluti kálgarðsmyndarinnar byrjaði kom hún skokkandi, stökk beint upp á sjónvarpsskenkinn og er núna límd við sjónvarpið.
Ekki veit ég hvað fékk hana til að rífa sig upp frá blundinum, rödd þularins eða skordýrahljóðið í myndinni.
Alltaf eru þessar kisur að koma manni á óvart.

|