13 mars 2009

Lötu Grétu hafa borist bréf frá lesendum

þar er kvartað yfir bloggleti Lötu Grétu.
Ekki veit ég hvað menn eru að kvarta, það eru allir hættir að kommenta.
En hvað um það. Í kvöld á ég í mikilli innri baráttu. Minn kæri Kópavogur, þar sem ég sleit barnsskónum, er að fara að keppa í úrslitum í Útsvari við mitt fagra Fljótsdalshérað, þar sem ég hef alið manninn meirihluta ævinnar.
En ég held samt með Fljótsdalshéraði þótt Kópavogur sé nafli alheimsins.
Í dag ákvað ég að hafa það eins og stjórnmálamennirnir og láta sem ekkert amaði að í efnahagsmálum þjóðarinnar. Fór og keypti mér fínt ilmvatn og sökkti mér ofan í glanslegar auglýsingar um utanlandsferðir.
Kannski maður bara skelli sér bara til Ítalíu í sumar og snæði spagetti á sólarströnd.
En alla vega, þá er hér í Skógarkoti tilbúin skyrterta með karamellu og súkkulaði og hún verður snædd þegar ég fanga sigri, hvort liðið sem vinnur.
Áfram Fljótsdalshérað - þið eruð búin að standa ykkur frábærlega.

|