Hvað það er dásamlegt vorveðrið
Snæfellið var eins og rjómaterta í morgunsólinni.
Sólin skín sæt og fín og ég ætla að taka hjólið mitt í notkun í hádeginu. Ohhh ég hlakka til að hjóla.
Maggi stakk upp á skemmtiferð til Akureyrar á morgun. Svo nú hef ég daginn til að brjóta heilann um hvort ég verð kærulaus og set kaffi í brúsa og nesti í box og bruna norður í fyrramálið, eða hvort ég verð samviskusemin uppmáluð og nota morgundaginn til að vinna eitt verkefni sem ég tók að mér.
Ég hef auðvitað sunnudaginn upp á að hlaupa. Ætti maður ekki bara að skella sér norður? Ég var nú að græða tuttugu þúsund kall í bankanum áðan þegar ég ætlaði að fara að borga reikning sem ég reyndist hafa borgað fyrir mánuði síðan.