27 mars 2009

Nýtt útlit

Ég fór á hárgreiðslustofuna í gær og endurheimti gamla háralitinn minn.
Ekki þennan sem ég er örugglega með þarna undir niðri heldur þennan sem ég var með áður en ég fór að vera fastagestur í strípur.
Ég er sem sagt hætt að vera ljóska og er komin með brúnt hár.
Þetta er svona í takt við tíðarandann - hið nýja Ísland. Aftur til fortíðar. Að virða gömlu gildin.
Verst að hárið á mér er alveg jafn óekta á litinn og það var í bankahruninu - bara annar litur. En kannski verð ég komin með hið náttúrulega grásprengda hár mitt um það leyti sem Ísland rís úr öskustónni.

|