05 apríl 2009

Bankar í Bretlandi

Ég er mikið að brjóta heilann um breska banka.
Hvernig stendur á því að lögreglan í Lundúnum, líknarfélög, sveitarfélög og breskur almenningur lagði spariféð sitt á reikninga hjá þessu Icesave-kompaníi?
Eru breskir bankar ekki gamalgrónir og vel treystandi fyrir spariféi Breta?
Mér finnst að ef ég ákveð að leggja allt mitt sparifé á reikninga í einhverjum banka í Langtíburtustan þá sé það á mína eigin ábyrgð að gera slíkt. Ef ég fell fyrir gylliboðum um háa vexti þá geti ég ekki gert kröfu á íbúa Langtíburtustan um að greiða mér það sem ég tapa á viðskiptunum. Íbúarnir í Langítburtustan hafa ekki haft hugmynd um þessi viðskipti mín við gylliboðabankann og vita kannski ekkert að þessi banki er til og enn síður að ég er til.
Æi, ég skil ekki þessa bankastarfsemi og hef aldrei gert.

|