27 janúar 2006

Ráðskona óskast í sveit

Eitthvað hafa örlagadísirnar verið sunnan við sig þegar þær voru að úthluta mér vöggugjöfum.
Til hvers að úthluta manni ánægju af að elda mat og láta mann svo sitja uppi með það að búa ein með matvöndum ketti. Annars hefur kisa stórlega lagast eftir að hún fór aftur að fara út að leika og borðar nú bara það sem henni er boðið - hún var orðin alveg ferlega kröfuhörð með matgæði í inniverunni.
En sem sagt, mér þykir gaman að elda, en kisa lifir á tilbúnum kattamat sem ekkert þarf að gera við nema taka úr umbúðunum. Þess vegna er það alger himnasending að fá lambið heim og nú kraumar í pottum í eldhúsinu.
Ég ætti e.t.v. að hafa það eins og hún amma mín sem ég fékk nafnið frá og taka að mér kostgangara. Kannski ekki alveg í takt við tímann.
Látið mig endilega vita ef þið rekist á svofellda auglýsingu: Ráðskona óskast í sveit, ekki langt frá Bónus og Kaupfélaginu, má hafa með sér kött.

|