11 janúar 2006

Deiglan og kisa

Ég er afar sparsöm á nafnið mitt þegar undirskriftir eru í gangi en í dag gat ég ekki setið hjá.
DV er auðvitað oft búið að fara langt út fyrir öll velsæmismörk í skrifum sínum en það er kominn tími til að þetta sorprit fari að virða þá grunnreglu í siðuðu samfélagi að maður telst saklaus uns sekt hans er sönnuð. Auk þess er það dómstóla að skera úr um sekt eða sakleysi, það er ekki verk sorpritsins, enda hefur sorpritið aldrei reynt að rétta hlut eins eða neins. Þess vegna vil ég minna ykkur á undirskrifasöfnun Deiglunnar á þessari netslóð http://www.deiglan.com/askorun/
En að því sem hæst ber hér á heimilinu. Ég vil biðja ykkur öll um að hugsa fallega til hennar Kolgrímu minnar kl. 15.00 á morgun en þá leggst þessi elska undir hnífinn og það verður fjarlægt úr henni móðurlífið. Ég veit ég á að skammast mín fyrir að fara svona með hana kisu mína og ég geri það líka. Þegar hún vaknar eftir aðgerðina þá ætla ég að leyfa henni að hafa besta hlutann af rúminu, ég ætla að kaupa handa henni bitafisk frá Sporði, túnfisk frá Ora og bara gera allt til að friða samvisku mína og reyna að láta kisu líða ögn skárr.

|