14 september 2006

Rannveig lætur eitthvað á móti sér

Hér á þessu heimili er viðamikið átak í gangi.
Það ber yfirskriftina Rannveig lætur eitthvað á móti sér. Tilgangurinn er að ná niður útgjöldum heimilisins. Kolgríma þarf ekki að taka þátt í þessu átaki - hún fær allt sem hún getur komið mér í skilning um að hana langi í.
Um daginn þá var ég í Bónus og þetta var mjög venjuleg innkaupaferð. Ég tíndi allt sem ég sá sniðugt í hillunum ofan í innkaupakerruna. Alls konar hlutir sem glöddu augað eða kitluðu bragðlaukana, nú eða bara fóru vel í kerrunni. Venjulega ek ég að kassanum og tíni þetta allt upp á borðið og dreg svo upp vísakortið. En þar sem nú er þetta átak í gangi þá varð ég að ganga til baka og setja allan óþarfa aftur á sinn stað í hillunum og fór með næstum tóma körfu að kassanum.
Svo í gær þá fór ég á Hornafjörð og ég fer nú ekki á þann stað án þess að fara í Lónið og kaupa mér nokkrar flíkur. En Rannveig lætur eitthvað á móti sér og ég leit ekki einu sinni í áttina að Lóninu.
Ég er mjög ánægð með sjálfa mig þessa dagana.

|