02 september 2006

Hnerri og hlátur ...

... er það versta sem ég veit.
Alla vega þessa dagana, meðan mallinn er svona samansaumaður.
Ég hnerraði tvisvar í gær og hélt ég myndi slitna eða rifna í sundur - ógeðslega sárt, fór næstum að skæla.
Svo var ég svo kát þegar ég sá að Baggalútur er kominn úr sumarfríi og fór að lesa hann. Það endaði með að ég veltist hér um í sárum og holum draugahlátri.
Alveg hreint að rifna úr hlátri, gersamlega í orðsins fyllstu.
Garpur von Laufás er í vikudvöl hjá okkur Kolgrímu - hann lá og svaf á stól hér við hliðina á mér þegar ég byrjaði að lesa Baggalút en þar sem ég var í þessu drepsára hláturkasti þá verður mér litið á hann og sé að hann starir á mig í forundran.
Aumingja Garpur, skelfingin skein úr fallegu brúnu augunum hans.

|