Allt ómögulegt
Ég er dottin ofan í algert svartsýniskast.
Það er allt ómögulegt, ekki síst þessir skelfilegu nágrannar mínir Biggi og Birna. Þau eru svo rosalega dugleg að gera fínt í kringum sig og þó ég vilji bara vera inni þótt sólin skíni þá neyddist ég til að fara út í morgun og snyrta obbolítið í kringum húsið mitt. Ekki get ég haft minn garð alveg eins og ruslahaug þegar allt er orðið fínt í næsta húsi. Ég meira að segja tók niður jólaseríuna úr þakskegginu, ekki að það lægi neitt á því, það er nú bara ágúst.
Ég er með grjót í öxlunum og kvíðahnút í maganum.
Hresstist samt smá við að hjóla til Nínu vinkonu og drekka kaffi með henni og slúðra smá. Nína var að koma frá Spáni sólbrún og sæt. Hún færði mér rosalega flotta senjórítusvuntu svo ég taki mig betur út í eldhúsinu og fleira fínerí.
Best að hætta þessu voli og reyna að gera eitthvað af viti.