11 október 2006

Föngulegur hópur

Það voru aldeilis myndarlegir karlmenn sem ég hafði fyrir augunum í gær.
Ég var hreint ekki ein um þá skoðun. Konur spurðu mig sérstaklega um hvað allir þessir borðalögðu og glæsilegu menn væru að gera á Lyngásnum og þeir verða örugglega aðal umræðuefnið í saumaklúbbunum hér á Egilsstöðum næstu daga.
En sem sagt, yngri tengdasonurinn kom með vinnufélagana í Landhelgisgæslunni austur í gær. Tilefnið voru meintar ólöglegar veiðar Færeyinga í Rósagarðinum og ég segi bara ekki annað eftir gærdaginn en að það ætti nú að taka fastar á þessu flandri Færeyinga í íslenskri lögsögu. Dragið þá alla fyrir dóm. Ég get vel hugsað mér fleiri svona daga í vinnunni og svo hef ég heyrt að skerpikjötsuppskeran hafi hvort sem er brugðist í Færeyjum þetta árið svo við höfum svo sem ekkert til frænda vorra Færeyinga að sækja.
Fyrir Nínu og hinar stelpurnar:
http://lhg.is/displayer.asp?cat_id=1&module_id=220&element_id=3140

|