13 ágúst 2007

Klukk

Gréta kom mér í vandræði með því að klukka mig.
Hver fann upp á þessari vitleysu í bloggheimum?
Jæja, ég á að tiltaka 8 staðreyndir um mig. Ég sagði Grétu að það væri ekki víst að allar staðreyndir um mig væru opinberlega birtingahæfar.
Eftir smá umhugsun og ritskoðun þá held ég að ég geti sagt að:
1. Mér þykir óhemju gott og gaman að borða.
2. Ég þarf að losna við 10 - 15 kg til að geta haldið áfram að borða.
3. Ég elska að liggja í freyðibaði.
4. Mig dreymir um að leggjast í grænan dýjamosa sem er þakinn daggarperlum.
5. Mér hættir til að aka helst til hratt úti á þjóðvegunum.
6. Ég hef drukkið kaffi frá því að ég var 4 ára.
7. Það er ekki í tengslum við lið 6, en þegar ég var á fjórða ári var mér vísað úr kirkju (hver sagði - leyfið börnunum að koma til mín?)
8. Mér þykir gaman að lesa en hef ekki tekið eins miklu ástfóstri við neina sögu eins og tékkneska ævintýrið um Lötu stelpuna, næst henni kemur kvenspæjarinn í Botsvana sem hefur hefðbundið vaxtarlag og notar föt nr. 20.

En ég verð víst að klukka einhverja, látum okkur nú sjá, þá er helst að mér detti í hug Lambið mitt, Tóta, Dandý og R.Ben ef hún er enn á lífi í bloggheimum.

En fréttir dagsins í minni tilveru: Það er byrjað að eiga við það að setja upp eldhúsinnréttingu í Skógarkoti.

|