Ormsteitið ...
... fer vel af stað.
Sólin skín og fyrir hádegi fór Lára Vilbergs um bæinn og safnaði öllum börnum bæjarins saman í rútu. Það á að fara að gera eitthvað skemmtilegt.
Lára er ríflega þyngdar sinnar virði í gulli og grænum skógum fyrir Fljótsdalshérað því hún á allan heiðurinn af þessari skemmtilegu bæjarhátíð.
Í gær skrapp ég í Kverkfjöll og Snæfell með Magga og pestarskíturinn sem sullaði í mér áður en ég lagði af stað hefur heldur betur sótt í sig veðrið í þessari fjallaferð.
Nú er ég nánast við dauðans dyr og sé ekki fram á að geta mætt í hverfagrill í kvöld.
Reyndar hvarflaði að mér í morgun að ég væri komin til himna. Ég skrapp í Skógarkot og þangað var þá mætt enn eitt málaragengi. Ekki veit ég hvar Sæmi fann þessa hvítklæddu flottu kappa en miðað við útlitið á þeim þá er ég helst á því að þeir komi frá himnaríki.
Ég sé að Kaupþing er að halda veglega upp á 25 ára afmæli bankans. Fyrir u.þ.b. 45 árum eignaðist ég bankabók hjá bankastofnun sem hét þá Búnaðabanki Íslands en heitir í dag Kaupþing og er að halda upp á 25 ára afmæli sitt. Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf átt erfitt með að skilja reiknisaðferðir bankastofnana.