Aðdáendur
Í kvöld hafa tveir karlkyns aðdáendur verið á vappi við Skógarkot.
Þeir hafa að mestu haldið sig á pallinum og þar hafa þeir sungið ástarsöngva rámri röddu.
Mér líst bara nokkuð vel á þá, þetta eru myndarlegustu herrar. Sérstaklega annar þeirra, hann er með alveg sömu litasamsetningu og hún Kolgríma mín. Mjög dökkur, bröndóttur, brún og svartur með smá gráum lit, brúnt tríni og svartar loppur. Mér hálf brá þegar ég sá hann, hann hefði getað verið tvíburabróðir Kolgrímu.
Hinn var svartur og hvítur, ekki alveg eins myndarlegur - það vantaði gljáann í feldinn hans. En samt sætur.
Ekki veit ég hvað dregur þá að húsi okkar, Kolgríma geld og Klófríður bara ókynþroska krakkakjáni. Eða hvað?
Alla vega létu þær dömurnar mínar sér fátt um finnast þótt þessir fressir væru að gera sig til.