03 mars 2006

Vinir hvað????

Hvar eruð þið þessir svokölluðu vinir mínir og vandamenn?
Ég þarf að breggða mér af bæ í einn sólarhring og er búin að leita til vina og vandamanna að kíkja til Kolgrímu, klappa henni meðan ég er að heiman og gefa henni að borða. Er einhver boðinn og búinn? Nei, ó nei, allir virðast þurfa að fara úr bænum á sama tíma og ég.
Ef ég hefði ekki fengið rosalega góðar fréttir í dag þá væri ég núna skælandi á koddanum mínum.
Við Kolgríma fengum sem sagt afar góðar fréttir og ákváðum að halda upp á daginn og matreiða okkur fisk. Kisa gat varla beðið og vildi helst stinga sér inn í ofninn með fiskinum, stóð vælandi og mjálmandi á eldhúsgólfinu þar til fiskurinn var tilbúinn.
Þetta var góð tilbreyting eftir allt þetta hræðilega kjötát undanfarið, 1. 2. og 3. í sprengidegi af því að ég eldaði svo stóran skammt. Kolgrímu fannst saltkjötið mjög gott en hún leit ekki við síðubitunum, vildi bara fá framhryggjarbita - afar vandlát kisa.
Garpur litli fór til síns heima og það var hálf tómlegt í kotinu þegar hann var farinn en Kolgríma er svoddan prímadonna að ég held að hún sakni hans ekki eins mikið og ég geri.
Lífið gengur bara sinn vana gang - vinna, sofa og eta - sem sagt allt í lukkunnar velstandi.

|