22 febrúar 2006

Skoðanakönnun

Litli kisi sem ég nefndi hér fyrr á blogginu á ekkert nafn.
Mér finnst það nú alveg ótækt og hef ákveðið að gera smá skoðanakönnun. Hvað finnst ykkur að lítill fressköttur, gulbröndóttur með hringmynstri, hvíta bringu og hvítar loppur ætti að heita?
Hann er kraftalegur og mikill malari. Finnst best að vera í skálinni á sófaborðinu. Hann virðist finna fyrir mestu öryggi gagnvart Kolgrímu þar.
Ég átti nokkra svona litaða kisa þegar ég var lítil og þeir hétu allir Bangsi en mér finnst það ekki passa nógu vel á þennan litla töffara.
Hann kom í heimsókn í dag og það fór ögn betur á með honum og Kolgrímu en um daginn. Þau meira að segja borðuðu saman.

|