21 júlí 2006

Rigningartíð

Ég elska rigninguna.
Ég var upp á Hallormsstað í fyrradag og fór í skógargöngu ásamt nokkrum gleðikonum. Það var yndislegt, léttur regnúði, logn og skógurinn ferskur og fínn. Við allar endurnærðar þegar komið var í hús.
Í gær fór ég aðeins út að hjóla í rigningunni. Það er eins og að hreinsa sálina.
Það er enn einn mildur og fallegur regndagur runninn upp hér á Héraði.

|