24 ágúst 2006

Klippt og skorin

Þetta gekk nú aldeilis vel.
Nú er ég orðin voðalega flott, strekkt og straujuð. Michael Jackson hvað???
Ég lifi eins og prinsessan á bauninni og vinir og vandamenn hér í höfuðborginni stjana við mig. Líka vinir og vandamenn fyrir austan því Nína passar Kolgrímu og Hjördís hamast við að reyna að selja húsið mitt. Hún verður samt vonandi ekki búin að selja ofan af mér þegar ég kem heim.
Ég þarf að fá mér smá fegrunarblund og svo kemur Inga að sækja mig í kvöldboð upp að Elliðavatni.

|