27 september 2006

Klámsíðan LG

Það hafa ekki margir vilja kannast við að lesa Lötu Grétu.
Samt veit ég um fólk sem les hana reglulega. Ég veit t.d. um einn miðaldra karlmann, konu vestur á fjörðum, húsmóður í Vesturbænum. En þetta er eins og með Bleikt og blátt, það kannast enginn við að lesa það heldur.
Jæja en alla vega, þið sem kvittuðuð í vikunni eða undanfarið ár - þið eruð huguð og ykkur er sama um mannorð ykkar - takk fyrir að kvitta.
Ég sé það í slúðurdálkum dagblaðanna að Anna nokkur Smith (þær eru örugglega ekki margar í veröldinni) ól barn fyrir ekki löngu síðan. Það stendur á mbl.is að lögfræðingur Önnu hafi gefið út þá yfirlýsingu að hann eigi barnið.
Blessaður maðurinn, þetta er greinilega góðhjartaður lögmaður - kannski hanga einhverjir aurar á spítunni, maður náttúrulega veit það ekki.
Alla vega, ég veit ekki hver þessi blessaða Anna Nicole Smithe, einstæða móðir, er. Ég kannski kemst að því næst þegar ég fer í klippingu og kemst í alvöru slúðurblöð.

|