22 september 2006

Lata Gréta eins árs

Í gær var ár síðan Lata Gréta leit dagsins ljós.
Ég hafði ekki rænu á að fatta það í gær, enda var ég svo miður mín í allan gærdag út af fréttunum af kisunni hans Kidda í Vídeóflugunni.
En að einhver skuli geta verið svona grimmur að fara með riffil og skjóta köttinn - hitta hann ekki einu sinni svo vel að hann dytti niður dauður heldur dróst kisa greyið helsærð inn til sín og þar blæddi henni út.
Kattarmorðinginn ber því við að hann hafi vilja vernda fuglalíf - en ég bara spyr; hvað er svona rosalega mikill "dýravinur" að gera með riffil? Borðar þessi maður kannski ekki fuglakjöt?
Veiðieðlið er kettinum meðfætt og fuglarnir tína orma og þannig er nú bara lífsins gangur.
Svo verð ég að viðurkenna að það er alveg sama hvernig ég lít á þetta mál, ég er sárhneiksluð á þessu framferði að draga upp riffil og skjóta af honum í miðri íbúðabyggð. Ég held að svona menn ættu ekki að hafa skotvopnaleyfi.
Þetta er bara ljótur gamall karl sem gerir svona lagað.

Svo verð ég bara að segja að ef einhverjir kettir eiga að njóta friðhelgi hér í bæ þá eru það kettirnir hans Kidda. Svo auðvitað Kolgríma og Garpur, já og auðvitað Grislingur og Tinni og auðvitað öll önnur gæludýr.

|