15 september 2006

Skógarkot vex og dafnar

Skrapp upp í skóg í dag að kíkja á kotið.
Tóta kom með mér, en við vorum að koma úr hádegismat á Nielsen.
Það gaf nú aldeilis á að líta í Skógarkoti, þrír myndarlegir menn að störfum (Tóta sagði að þeir hefðu verið miklu fleiri á laugardaginn). Búið að slá upp fyrir grunninum og nú eru sem sagt útlínurnar komnar. Þetta verður alveg rosalega fínt.
Gott að ég valdi ekki lóð nr. 17 eins og ég var fyrst að hugsa um, ja, nema kannski ef ég hefði haft kjallara með innisundlaug.
Nú er bara framundan að velja hótel og þess háttar fyrir Kanaríferðina í mars. Birna granni minn var búin að benda mér á voðalega fínt hótel en Tóta vill meina að það séu ekki eins manns herbergi á þessu fína hóteli. Þá er bara um tvennt að ræða, finna annað hótel eða finna sér ferðafélaga. Auðvitað get ég líka bara breitt úr mér í tveggja manna lúxusherbergi.

|