05 október 2006

Ég er svo örg ...

... út í bankann minn.

Ég er að gera svo margar uppgötvanir þessa dagana, það er eins og ég hafi bara svifið um áhyggjulaus á mjúku skýi þar sem ekkert getur komið mér úr jafnvægi.

Hver er eiginlega stefna bankanna í landinu? Hverjir eru viðskiptavinir bankanna? Eru viðskiptavinirnir ekki venjulegt fólk sem vill fá venjulega bankaþjónustu hjá starfsfólki sem býr yfir þekkingu og reynslu. Starfsfólki sem þekkir viðskiptavinina - ég man ekki betur en að fyrir nokkrum árum væri mikið gert út á "persónulega þjónustu bankanna" og það er einmitt það sem útibúið okkar hér á Egilsstöðum hefur til skamms tíma verið þekkt fyrir.

Svandís Rafnsdóttir - 57 ára - vikið úr starfi hjá Kb banka Egilsstöðum í síðustu viku og Anna Einarsdóttir - 55 ára - einnig vikið úr starfi hjá Kb banka Egilsstöðum í síðustu viku, eftir 23 ára starf í bankanum. Þakka ykkur kærlega fyrir áralanga þjónustu við mig. Takk fyrir greiðvikni, góð ráð, góð úrræði og lipra þjónustulund.

|