21 mars 2007

Fólkid á strondinni

Hér er allskonar fólk.
Samt mest midaldra og gamalt fólk. Lítid af unglingum.
Í dag sá ég breska konu sem leit út fyrir ad hafa faedst í frekar vondu skapi. Tad var eins og bros hefdi sjaldan brotist út á andliti hennar og fas hennar allt bar vott um litla gledi og stirda lund.
Í gaer sá ég alveg yndislega konu. Hún er orugglega hátt á áttraedisaldri. Hún gekk ein, téttvaxin og bein í baki á sokkaleistunum í fínu bikiníi, fram og til baka í fjorubordinu. Hún var med bardalausan hatt og brosti svo blídlega framan í heiminn.
Svo sá ég afríkanska konu. Hún var med hefdbundid vaxtarlag og notar orugglega fot nr. 20 eins og kvenspaejarinn frá Botsvana. Tessi kona hefur faedst med mikla gledi í hjarta og tar sem vid sátum á útiveitingahúsi tar sem ég var ad gaeda mér á ís, tá fór hún ad dilla sér í takt vid tónlistina á stadnum. Henni var greinilega taktur og tónlist í blód borin og lítil dóttir vinkonu hennar kunni vel ad meta tessa lífsgledi og skríkti af gledi.
Vid erum búin ad spássera hér medfram strondinni í bádar áttir frá hótelinu okkar. Í dag fórum vid langt nordur eftir og í annan hrepp. Tad er allt miklu hreinna og huggulegra hér í okkar sveit en tessari hér fyrir nordan.
En tad gengur allt vel. Skúli og Tóta eru búin ad skrá mig á eitthvad kabarettkvold á laugardag og einhverjar ferdir sem ég er ekki viss hvert verda farnar. Kemur í ljós. Alla vega veit ég ad vid forum hér upp í fjollin ad skoda tjódgardinn teirra Tenerifebúa.

|