06 mars 2007

Harmsaga ævi minnar

Það er margt búið að drífa á daga mína síðan ég bloggaði síðast.
1. Ég flaug á hausinn og er gul, blá og marin. Tóta og Skúli halda að ég passi ekki lengur í stílinn á ströndinni. Ég get náttúrulega legið undir túrkisbláu laki.
2. Ég steig á vigtina í gær, hefði betur sleppt því - hef verið í þunglyndiskasti.
3. Ég sagði ykkur aldrei frá því að ég fékk lítinn kettling fyrir mánuði síðan. Litla skinnið var ósköp ræfilslegur og horaður. Þetta var lítil læða sem fékk nafnið Kleópatra. Hún var taugaveikluð, með mattan og þurran feld. Ég gerði allt sem ég gat, gaf henni rjóma og leyfði henni að sofa í rúminu mínu en allt kom fyrir ekki. Hún þreifst ekki, ég var með ofnæmiseinkenni og Kolgríma var að verða komin í króníska í fýlu. Í gær horfðist ég í augu við staðreyndirnar og lét svæfa litlu Kleópötru. Það var hræðilega sorgleg ferð á dýraspítalann en Hjörtur og Dana dýralæknar tóku vel á móti okkur og sýndu okkur mikla hluttekningu.
Ég geng um með tárvot augu en Kolgríma malar og malar. Ég ætla aldrei aftur að reyna að hafa tvær kisur.
9 dagar, segi og skrifa níu dagar og þá er ég farin í sólina, hvort sem ég fæ nú að vera í túrkisbláa tankiníinu eða verð að liggja undir laki.

|