23 mars 2007

Á sjó

Í gaer munstrudum vid okkur á bát sem átti ad leggja úr hofn kl. 13.30.
Ég vard fyrir smá vonbrigdum tegar í ljós kom ad tetta var bara venjulegur skemmtibátur tví ég hafdi gert mér í hugarlund sjóraeningjaskip eins og var á auglýsingabaeklingnum.
Lét tetta samt ekkert á mig fá og leid ljómandi vel tegar stefnan var tekin á Sudur Ameríku, bara eins og hjá Kólumbusi fordum. Sokkti mér ofan í hugleidingar um hvernig áhofn Kólumbusar leid vid tilhugsunina um ad sigla fram af jardarkringlunni tarna út vid sjóndeildarhringinn.
En svo var bara farid ad skoda hvali. Tad var dálítid af grindhval hér fyrir utan. Mér hefdi nú tótt meira fjor ef tad hefdu verid Faereyingar um bord og vid hefdum farid ad veida.
Jaeja, tad er ekki á allt kosid. En tetta var fínn siglingatúr og ég var svolítid skotin í skippernum. Hann var gamall, grannur og snaggaralegur karl. Langadi mest ad taka hann med mér heim. Hann myndi sóma sér vel austur á Borgarfirdi sem stadarhaldari í Runu og skipper á Klakki NS 4.
Í gaerkvoldi fórum vid og bordudum á ágaetis mensu sem vid vorum búin ad finna. Ég fékk T-bone steik og tetta var eins og steikurnar hjá Steinaldarmonnunum. Á Indlandi hefdi verid haegt ad bjóda allri aettinni í mat, en á Íslandi vaeri tetta kjot handa tveimur til tremur. Ég fékk hins vegar ad sitja ein ad tessari stjóru, stóru kjotsneid.

|