22 júní 2007

Að byrja í ræktinni

Ég var að kaupa mér kort í ræktinni.
Hversu oft hefur þessi færsla ekki sést hér á síðunni. Nýtt heilsuátak, byrja nýtt líf á morgun, spara, megra mig og Guð má vita hvað, allt sem ein nútímakona þarf að huga að.
En núna er ég búin að fjárfesta í árskorti í þrek og sund. Og ekki nóg með það, ég hef mætt daglega þessa tvo daga sem ég hef átt kortið.
Kannski verð ég laus við plíseringuna af bakinu fyrir haustið.
Húrra fyrir mér.

|