19 október 2007

Til hamingju Hérað

Okkar fólk stóð sig vel í Útsvari í kvöld.
Tóta klikkaði smá á þessum þýska kanslara, en það var nú eðlilegt, hún var með hugann við nýju tölvuna mína sem nú er víst bara tilbúin og bíður eftir ferð frá Hallormsstað í Egilsstaði.
Ég var hrifin af leiktilburðum Þorbjörns þegar hann lék flóðhestinn, hann á örugglega von á tilboðum frá Þjóðleikhúsinu og glæstir leiksigrar framundan hjá honum.
En ég óska Héraðsmannaliðinu til hamingju með glæsilega frammistöðu.

|