08 nóvember 2007

Hvað er mikilvægt?

Hvað er það sem skiptir mestu máli í lífinu?
Hvað er dýrmætast?
Ástvinir, fjölskyldan, vinir og vandamenn.
Að njóta góðrar heilsu. Að vera heiðarlegur. Að vera sjálfum sér trúr. Að fylgja samvisku sinni.
Allt er þetta mikilvægt.
Það er mikilvægt að lifa í sátt við Guð og menn. Það er mikilvægt að láta sólina aldrei setjast yfir ósætti.
Það er mikilvægt að fá fyrirgefningu þegar maður gerir eitthvað á hlut annarra, en það er enn mikilvægara að fyrirgefa.
Það er mikilvægt að gefa af sér, en það er líka mikilvægt að geta þegið. Eins og vatn sem sem hefur aðrennsli og frárennsli helst tært meðan vatn sem ekkert rennur í og ekkert rennur frá verður óhreint.
Það er mikilvægt að reyna að öðlast æðruleysi, kjark og vit til að takast á við lífið.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.

|