01 nóvember 2007

Dagar rjúpu

Það er kominn veiðitími og nú má rjúpan vara sig.
Það rann upp fyrir mér þegar ég fór í Bónus síðdegis og sá tvo myndarlega karlmenn, sennilega aðkomumenn, sem voru óhemjulega eitthvað hallærislega klæddir. Það var eins og þeir væru bara mættir á síðbrókinni í búðina. En þegar ég virti þá betur fyrir mér sá ég að þeir voru í flísbuxum.
Ég held að þessir menn verði snöggir að veiða upp í kvótann sinn því rjúpan fær óstöðvandi hláturskast þegar hún sér þá og getur ekki forðað sér.
Greinilega nýjar veiðiaðferðir.

|