14 nóvember 2007

Á hreindýraslóðum

Það viðraði vel til Hafnarferðar í dag.
Á leiðinni suðureftir sáum við nokkra hreindýrahópa. Í Álftafirðinum var alla vega einn hópur og svo voru nokkrir hópar í Lóninu. Trúlega hátt í 200 dýr.
Einn hópurinn tók sig til og hélt fyrir okkur fallega sýningu þegar eitt dýrið af öðru sveif yfir girðingu. Þvílík mýkt, þvílík lipurð, þvílíkur léttleiki.

|