Heima er best
Þó ljúft sé hjá dætrunum og tengdasonunum.
Ég flaug sem úttroðinn engill austur á Fljótsdalshérða í gær. Lenti á alþjóðavellinum á Egilsstöðum kl 17.00 og kl. 21.30 í gær var ég búin að taka upp úr töskunum og ganga frá dótinu, fara í eitt jólaboð og eta á mig gat, setja upp og skreyta jólatré, liggja í freyðibaði, knúsa Kolgrímu mína og hlusta á þrotlaust og þindarlaust malið í henni.
Óhemju vorum við kátar að sjá hvor aðra.
Það er svo kósý í Skógarkoti að mér finnst synd að þurfa að fara til vinnu í dag og á morgun og hinn líka ef vel ætti að vera.