20 desember 2007

Hagstofa Íslands

Ég held að Hagstofan hafi frumlegasta símsvarann.
Eða öllu heldur frumlegustu svörun á símsvara.
Ég átti erindi við þjóskrá í morgun og hringdi á Hagstofuna. Þá svarar þessi sjálfvirka talmaskína og ósköp vinaleg kvenmannsrödd heyrist; veldu 1 fyrir hagskýrslusvið, veldu 2 fyrir þjóðskrá sem sér um flutningstilkynningar, vottorð, kennitölur og fl.
Nú, ég ýtti á 2 og hvað heyri ég þá? Þjóðskrá heyrir ekki lengur undir Hagstofuna.
En þá velti ég því fyrir mér, til hvers er þessi Hagstofa? Hefur hún það eina hlutverk að safna skýrslum? Þarf sérstakt ráðuneyti til að safna skýrslum? Eða er kannski Hagstofan hætt að flokkast sem ráðuneyti? Gæti Hagstofan ekki bara verið ein deild á Þjóðskjalasafninu?

|