15 desember 2007

Heima í kotinu

Ótrúlega er notalegt að taka lífinu með ró á laugardagsmorgni.
Ég hef það svo huggulegt með kaffibolla við kertaljós og kisa er hér á vappi. Allt voða fínt af því að Dandý kom til að taka myndir til að nota sem sýnishorn í fasteignaauglýsingunum hjá INNI.
Ég ætla að kúra aðeins lengur en svo fer ég með Sigurði mági mínum upp í Vallanes að setja jólaljósin á leiðin.

|