07 desember 2007

Lúxusvandamál

Ég á við smá lúxusvandamála að stríða og leit aðstoðar.
Þannig er að hann Súbbi minn er óttalegur sóði og þegar hann hefur dvalið næturlangt í heitum og góðum bílskúrnum, skilur hann eftir sig svartar tjöruklessur á gólfinu.
Ég hef reynt að þrífa þetta jafnóðum en þegar ég er að drífa mig í vinnuna á morgnanna, þá hef ég bara ekki tíma til að skúra bílskúrsgólfið. Ég hef því látið það bíða þar til ég kem heim aftur að kvöldi.
Nú vill svo leiðinlega til að það eru svartar rákir og taumar á gólfinu og mér leiðist að hafa gólfið svona.
Í gær skrúbbaði ég og skrúbbaði með einhverjum skrúbbiefnum en þetta fór ekki.
Því leita ég til ykkar kæru lesendur. Kannist þið við gott ráð til að hreinsa svona óþverra af bílskúrsgólfum?
Góðar stundir.

|