04 desember 2007

Þá er hann kominn í hús

... 2007 árgangurinn af Macintos.
Hann veldur mér vonbrigðum. 1970 árgangurinn var auðvitað bestur og svo hefur þessu nammi farið smá hrakandi undanfarin ár.
1970 var uppáhalds molinn minn þessi fjólublái sem var með hnetu umlukinni karamellukvoðu. Nú er hnetan löngu farin og þessi moli er ekki svipur hjá sjón.
Svo var uppáhalds molinn minn maltkaramella sem er búið að taka úr boxinu fyrir nokkrum árum. Eftir áralöng vonbrigði fann ég mér nýjan uppáhalds mola. Það var súkkulaðihjúpuð karamella í eldrauðum pappír.
En hvað hefur nú gerst? Það er búið að dulbúa þennan mola í brúnleitan pappír og eini munurinn á þessum mola og óætum gestamola með appelsínujukki innan í, eru nokkrar rifflur á bakinu á mínum mola.
Eru engin takmörk fyrir breytingum í heiminum? Ég fer að skilja Tiddu þegar hún saup hveljur yfir því að í þessu gerspillta heimi væru menn jafnvel farnir að leyfa sér að hafa flatkökurnar ferkantaðar.
Ég bara spyr, hvar endar þetta?

|