23 desember 2007

Þorrláksmessukvöld

Á þessum bæ er jólaundirbúningi lokið.
Nú er bara að bíða eftir að tími komi til að byrja að elda hreindýrslærið, brúna kartöflurnar, búa til sósu og salat og svo rjómalagaðan hrísgrjónagraut í eftirmat. Hann heitir auðvitað fínu frönsku nafni, ris'alamand, en hjá mér heitir hann rjómagrautur.
Já og ekki má gleyma því að það verður humar í forrétt.
Ekki veit ég hvaða hrekkir það eru hjá almættinu að láta mig vera að fá enn eina skítapestina núna þegar þessi veisluhöld eru framundan. Ég hef síðastu tvö árin tekið út æviskamtinn af pestum. í 47 ár varð mér ekki misdægurt, en nú orðið má ég ekki frétta af manni að hnerra á Akureyri án þess að ég sé komin með hálsbólgu. Ég er orðin svolítið leið á þessu.
En kæru vinir og vandamenn. Allir þeir sem lesa Lötu Grétu.
GLEÐILEG JÓL

|