30 mars 2008

Harmafregn

Í dag hvílir þungur skuggi sorgarinnar yfir Egilsstöðum.
Í gær lést í vélsleðaslysi sá góði drengur Birgir Vilhjálmsson.
Á morgun stóð til að jarða bróður hans Vilhjálm Rúnar, sem varð bráðkvaddur hér á Egilsstöðum um síðustu helgi.
Þau hjón, Biggi og Birna, reyndust mér góðir grannar á Reynivöllunum. Það var alltaf gott að leita til þeirra, þau liðsinntu alltaf með glöðu geði. "Ekkert mál, við reddum því" var svarið sem ég fékk alltaf hjá Bigga ef ég leitaði til hans.
Það var gaman að fylgjast með þeim Bigga og Birnu, þau voru svo samhent, alltaf að dunda við að gera fínt í garðinum, lagfæra húsið eða hafa það notalegt saman á pallinum.
Hún Dúna á nú tvo syni á líkbörunum, það eru þungar byrðar á hana lagðar. Fyrir tæpum 40 árum missti hún son í bílslysi við Gilsá.
Elsku Dúna mín og elsku Birna. Ég bið Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fær ekki breytt
Kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.

|