20 mars 2008

Kannski

... að ég grafi upp fermingarmyndirnar af mér.
Ég sé að þær eru stórmerkilegar. Jón Kaldal tók þær á ljósmyndastofunni sinni á Laugavegi 11. Svo sé ég bara í heimildarmynd um Kaldal í kvöld að allar myndaplöturnar hans eru varðveittar á Þjóðminjasafninu og þar með fermingarmyndin af mér.
Gunnhildur getur því sparað sér að fara með aldraða móður sína á Þjóðminjasafnið, ég er þegar komin þangað.
Jæja, en fermingarmyndinni verður stillt upp sem hverju öðru listaverki hér í stofunni minni. Ef ég finn hana þ.e.a.s.

|