Íslensk veðrátta
og íslenskt efnahagslíf eru alveg eins.
Við Íslendingar tökum hvorki mark á veðurspá né efnahagsspá. Klæðum okkur í sumarföt í 20° gaddi. Látum eins og við búum í Karabíahafi en ekki út í miðju Atlantshafi.
Ef við ætlum okkur eitthvað þá gerum við það, hvað sem öllum blikum á lofti líður.
Ísland - best í heimi - ef þú ert léttgeggjaður.
Ég er léttgeggjuð. Núna í aðhaldi og sparnaði fer ég hverja helgarferðina af annarri. Bara að taka lífinu létt.
Ég kann kortanúmerið mitt utan að svo þó ég hætti að ganga með kortið á mér, þá get ég pantað allt sem mér dettur í hug á netinu. Búin að fjárfesta í Barcelonaferð - Guði sé lof, nú er allt að hækka. Búin að kaupa miða á Clapton tónleikana og í morgun keypti ég miða á Fló á skinni hjá Leikfélagi Akureyrar.
Maggi ætlar að koma með mér norður. Hann langar ekkert að fara, en hann er íslenskt karlmenni og lætur sig hafa það.
Ísland - best í heimi - og verðbólgan farin að nálgast 9%.