Klófríður kannar heiminn
Kisurnar eru báðar úti að leika sér.
Klófríður hefur nú lítið fengið að fara út hingað til. Ef hún hefur fengið að stíga fæti út fyrir húsið hefur hún verið undir strangri gæslu.
En núna er hún frjáls úti og það líkar henni. Hún er búin að kanna allan pallinn, kíkja undir hann og kanna hvað þar er að finna og núna er hún komin út fyrir landareignina og í skógarrjóðrið hér fyrir neðan hús.
Þetta er svo gisið rjóður að hún týnist ekki þar.
Kolgríma er á vappi og fylgist með litlu systur sinni. Klófríður er ánægð með nýfengið frelsi, ég held að hún verði alger útiköttur.
Jæja, þá eru þær systur komnar inn í hlýjuna. Kolgrím fór beint að matardöllunum en Klófríður heldur áfram að leika sér. Meira fjörið í þessum ketti.
Ég ætla út að ganga í góða veðrinu, kíkja eftir köttunum sem ég er að passa niður í þorpi. Guðlaug, Þórhallur og Guðný Rós eru á Tenerife og ég fer og lít eftir Grisling, Maggi er í fjallaferð með fleiri köppum og ég lít eftir Garpi.