27 maí 2008

20°C

Það er sól og sumar og klukkan er farin að ganga fjögur.
Hitinn er um 20°C og það er búið að vera mjög heitt hér í dag. En samt skást hjá mér, stelpurnar hinum megin í húsinu koma til mín til að kæla sig.
Sólin nær ekki að skína inn til mín fyrr en síðdegis, ég er með opinn glugga og viftu á fullu, þannig að þó það sé allt of heitt er þetta samt svalasti staðurinn á hæðinni.
Ég fylgist með klukkunni og bíð eftir að komast út. Hvernig væri að skella sér bara í ísbúðina og fá sér einn með dýfu. Nammi, namm. Eða heim og blanda fallegan ávaxtadrykk. Ég elska appelsínusafa með ananaskurli og cocossýrópi.

|