21 maí 2008

Frjósemisvatnið

Á lögreglustöðinni á Egilsstöðum er vatnskútur.
Vatnið í þessum kút hefur sérstaka verkun sem menn voru svolítinn tíma að átta sig á. Eftir að vatnskúturinn var settur upp hefur sýslumaður fengið hverja tilkynninguna á fætur annari frá starfsmönnum sem eru að fara í fæðingarorlof.
Við þetta fámenna embætti eru 5 löggur að eignast erfingja á árinu, annar sýslufulltrúinn er kominn með myndarlega kúlu og til að kóróna allt þá er fíkniefnahundurinn hvolpafullur.
Það er spurning hvort ekki megi afla fjár í ríkissjóð með því að selja vatn úr þessum frjósemistanki.

|