28 maí 2008

Klæðnaður áskilinn

Það er óþægilega heitt hér í dag.
Í gamla daga, þegar ég var að vinna í Hallormsstaðaskógi, hefði maður bara klætt sig í eina brók á svona degi.
En núna er ég í vinnu þar sem klæðnaður er áskilinn svo ég sit hér sveitt og heit.
Það er spáð rigningu á morgun. Mér finnst það bara gott, ekki síst fyrir gróðurinn, en líka fyrir mig.

|