04 maí 2008

Þokusúld

Í dag er góð speki á dagatalinu mínu:
Betra er að setja sér markmið og ná þeim ekki en hafa aldrei sett sér þau.
Ég er alltaf með alls konar háleit markmið í farteskinu. Hefja nýtt heilsusamlegt líf, fara í megrun, gæta aðhalds og sparnaðar.
Mér tekst þetta kannski ekkert rosalega vel, sérstaklega þetta megrunarmarkmið, en alla vega ég hef að einhverju að stefna.
Við Nína drifum okkur í pollagöllum út að hjóla í rigningarúða og þoku í morgun. Mig langaði svolítið að renna yfir pollana eins og maður gerði í bernsku. Voðalega getur maður verið smáborgaralegur að láta ekki svona skemmtilegar hugdettur eftir sér.
Jæja, við hjóluðum norður að Fljóti og heim til Nínu í kaffi og slúður. Voða notó.
En það sem er fréttnæmt úr þessu ferðalagi er að mér tókst að hjóla alveg heim að dyrum. Það er kannski ekki merkilegt í augum þeirra sem ekki eru staðkunnugir, en hinir vita að ég þarf að fara upp langa brekku hér í skóginum.
Ég verðlaunaði sjálfa mig með aukaskamti af rúsínum út í AB mjólina.

|