28 maí 2008

Össur Skarphéðinsson

... er ekki minn maður.
En í dag var ég hrifin af honum. Það var verið að ræða við hann á einhverri útvarpsstöð og hann talaði um nauðsyn þess að íslensk stjórnvöld færu að huga að því að sá tími kemur að við þurfum að skipta um orku á bílnum okkar. Hætta að nota bensín og olíu og nota þess í stað rafmagn eða vetni.
Það væri frábært ef okkur tækist að koma því við að sem allra flestir ækju um á bílum sem gengju fyrir innlendri orku.
Skipin og flugvélarnar verða sennilega að nota olíu öllu lengur en bílarnir.
Þessi vika hefur verið ævintýri líkust hér í Skógarkoti. Gróðurinn hefur sprungið út og veðrið verið eins og best verður á kosið. Miðnætursólin kemur í veg fyrir að ég hafi mig í háttinn enda hef ég haft þvílíka listsýningu fyrir augunum undanfarin kvöld.
Svo verð ég að monta mig smá, því ég hef farið minna ferða hjólandi í dag.

|